Stefnt á að breytingarákvæði fari fyrir Alþingi í haust Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við undirskriftum frá Bolla Héðinssyni hagfræðingi. VÍSIR/VALLI Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna. Alþingi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar stefnir að því að leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá fyrir Alþingi næsta haust. Vonir standa til að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót svo hægt verði að kjósa um breytingarákvæðin samhliða forsetakosningum á næsta ári. Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir að breytingarákvæðin snúi að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslu og með hvaða skilyrðum megi framselja ríkisvald og umhverfisvernd. Nefndin er skipuð fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn nefndarmanna, segir nefndarmenn ekki fyllilega sammála um öll efnisatriði. „Það eru uppi álitamál um orðalag og útfærslu varðandi öll þessi fjögur atriði en ég myndi segja að það bil ætti að vera brúanlegt,“ segir Birgir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum sem samþykkt voru undir lok kjörtímabilsins árið 2013 er hægt að breyta stjórnarskrá út apríl 2017 með samþykki 60 prósenta greiddra atkvæða á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin muni starfa áfram að frekari breytingum á stjórnarskránni þegar vinnu við forgangsatriðin lýkur. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign, segir að vilji þjóðarinnar sé skýr. „Það liggur fyrir fullbúið frumvarp frá stjórnlagaráði. Það er búið að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um öll meginatriði sem þar voru til umfjöllunar,“ segir Bolli. Aðstandendur Þjóðareignar afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, 53.571 undirskrift í gær. Með undirskriftasöfnuninni var skorað á forsetann að vísa öllum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðstafa myndu fiskveiðiauðlindum lengur en til eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum sé í stjórnarskrá. „Hann liggur fyrir, þjóðarviljinn í þessu máli, en þá er það bara ríkisstjórnarinnar eða þingmeirihlutans að ákveða hvort þeir vilji fara að þessum óskum þjóðarinnar,“ segir Bolli og segist vonast til að undirskriftarsöfnunin hvetji stjórnarskrárnefnd til dáða. Ólafur Ragnar sagði að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði fest í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar frá því 2013 um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútvegi. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur gefið þjóðinni kost á að greiða atkvæði um lagafrumvörp frá Alþingi á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar. Það hefur hann gert þrisvar á ferli sínum. Í fyrsta skipti var um að ræða fjölmiðlalög. Í hin tvö skiptin var um að ræða lög vegna Icesave-reikninganna.
Alþingi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira