Spá hnignun í sölu iPhone Sæunn Gísladóttir skrifar 27. janúar 2016 08:57 Sala á iPhone 6S hefur ekki verið í samræmi við væntingar. Vísir/Getty Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október. Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október.
Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58