Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Sæunn Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2016 00:01 Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, hefur yfir mörgu að gleðjast. Hlutabréfaverð félagsins er 18 sinnum hærra en árið 2004. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni. Tækni Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni.
Tækni Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira