Viðskipti erlent

Alphabet verðmætasta hlutafélag veraldar

Bjarki Ármannsson skrifar
Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld.
Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld. Vísir/EPA
Alphabet, móðurfélag Google, er verðmætasta hlutafélag heims. Þetta varð ljóst eftir að fyrirtækið tilkynnti um afkomu sína á síðasta ársfjórðungi í kvöld.

Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, og tekur þannig fram úr tölvurisanum Apple, sem áður tróndi á toppnum. Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna.

Afkoma Alphabet er talsvert betri en sérfræðingar gerðu ráð fyrir, að því er kemur fram í samantekt vefmiðilsins TechChrunch. Í tilkynningu segir framkvæmdastjórinn Ruth Porat að stórauknar tekjur fyrirtækisins séu áralangri fjárfestingu í sviðum á borð við YouTube og leitarþjónustu fyrir snjalltæki að þakka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×