Gullæðið gæti senn verið á enda runnið Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:15 Verð á gulli hefur farið lækkandi það sem af er vikunnar eftir gríðarlega uppsveiflu í síðustu viku. Vísir/Getty Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira