Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 17:26 Bill og Björgólfur eru áfram á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Vísir/AFP/Vilhelm Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna. Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00
Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30
Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37
Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58
Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30