Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2016 19:35 Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45