Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 11:15 Kínversk herskip við bryggju í borginni Busan. Vísir/EPA Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45
Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30