iPhone sala dregst saman aftur Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2016 11:33 Sala á iPhone snjallsímum dróst saman um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi. Vísir/Getty Sala á iPhone snjallsímum dróst saman annan ársfjórðunginn í röð. Á þriðja ársfjórðungi Apple seldust 40,4 milljón eintök af snjallsímanum, sem er fimmtán prósent samdráttur samanborið við árið áður. Á fjórðungnum á undan dróst iPhone sala saman milli ára í fyrsta sinn og olli það hlutabréfahruni hjá fyrirtækinu. Fjöldi seldra síma var hins vegar yfir væntingum markaðsaðila, sem spáðu því að 40,02 milljón eintök myndu seljast. Forsvarsmenn Apple greindu frá því að þeir spá því að sala muni dragast aftur saman á núverandi fjórðungi.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple? iPhone er vinsælasta vara Apple og nemur varan tveimur þriðju af heildarsölu Apple og stærra hlutfalli af hagnaði fyrirtækisins. Minni sala olli 27 prósent minni hagnaði á síðasta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Sala dróst saman um 33 prósent í Kína, Hong Kong og Taiwan. Forsvarsmenn Apple bentu á að minni efnahagsumsvif í Kína bæru meðal annars ábyrgð á þróuninni. Sterkara gengi dollara hafði einnig áhrif. Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sala á iPhone snjallsímum dróst saman annan ársfjórðunginn í röð. Á þriðja ársfjórðungi Apple seldust 40,4 milljón eintök af snjallsímanum, sem er fimmtán prósent samdráttur samanborið við árið áður. Á fjórðungnum á undan dróst iPhone sala saman milli ára í fyrsta sinn og olli það hlutabréfahruni hjá fyrirtækinu. Fjöldi seldra síma var hins vegar yfir væntingum markaðsaðila, sem spáðu því að 40,02 milljón eintök myndu seljast. Forsvarsmenn Apple greindu frá því að þeir spá því að sala muni dragast aftur saman á núverandi fjórðungi.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple? iPhone er vinsælasta vara Apple og nemur varan tveimur þriðju af heildarsölu Apple og stærra hlutfalli af hagnaði fyrirtækisins. Minni sala olli 27 prósent minni hagnaði á síðasta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Sala dróst saman um 33 prósent í Kína, Hong Kong og Taiwan. Forsvarsmenn Apple bentu á að minni efnahagsumsvif í Kína bæru meðal annars ábyrgð á þróuninni. Sterkara gengi dollara hafði einnig áhrif.
Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira