Bandarískir fíkniefnasalar stórgræða á netsölu fíkniefna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2016 13:30 Það er hægt að nýta tölvuna í ýmislegt. Vísir/Getty Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu. Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir fíkniefnasalar hafa góðar tekjur af því að selja ýmiskonar fíkniefni á netinu. Er talið að markaðshlutdeild þeirra nemi um þriðjungi markaðarins sem hefur þrefaldast á þremur árum. Hollenska ríkisstjórnin fékk rannsóknarfyrirtækið Rand Europe til þess að gera skýrslu um fíkniefnasölu á netinu. Kannaði fyrirtækið eiturlyfjasölu á átta stærstu mörkuðum hins svokallaða djúpvefs (e. dark web) sem er aðeins aðgengilegur með sérstökum vafra og finnst ekki með hjálp hefðbundinna leitarvéla á borð við Google. Seldu bandarískir fíkniefnasalar fíkniefni á netinu fyrir andvirði fimm milljón dollara, um 600 milljónir íslenskra króna. Næst á eftir fylgja eiturlyfjasalar í Bretlandi, sem jafnframt eru afkastamestir í Evrópu, með sölu fíkniefna upp á 2 milljónir dollara, um 240 milljónir íslenskra króna. Markaðshlutdeild fíkniefna eftir sölu á netinu Bandaríkin - 35.9 prósentBretland - 16.1 prósentÁstralía - 10.6 prósentÞýskaland - 8.4 prósentHolland - 7.8 prósent Þó er talið að sala fíkniefna á netinu sé aðeins lítill hluti heildarsölu fíkniefna en Rand Europe áætlar að seld séu fíkniefni fyrir andvirði tveggja millarða dollara á mánuði hverjum, um 262 milljarðar íslenskra króna. Kannabis er vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að sölu þeirra á netinu en á eftir koma ýmis lyfseðilsskyld lyf. Athygli vekur að heróin, eitt vinsælasta fíkniefnið þegar kemur að hefðbundinni sölu fíkniefna kemst ekki inn á lista yfir vinsælustu fíkniefnin á netinu.
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira