Tromp teflonhúðaða stjórnmálamannsins Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar