Biðja Google að fjarlægja síðu á eigin vegum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2016 17:39 Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Vísir/getty Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni. Tækni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni.
Tækni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira