Hlutabréf í Twitter í frjálsu falli Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 16:19 Markaðsvirði Twitter hefur lækkað um þrjú hundruð milljarða í dag. Vísir/Getty Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Twitter hefur lækkað um 19,36 prósent það sem af er degi, þegar mest lét lækkuðu hlutabréfin um 21 prósent. Reuters greinir frá því að hlutabréfin hafi hrunið í kjölfar frétta af því að Alphabet, móðurfélag Google, og Disney muni ekki bjóða í fyrirtækið og ólíklegt er að Apple muni bjóða í fyrirtækið. Tilboð í samfélagsmiðilinn þurfa að berast á næstu tveimur vikum og vonir eru um að sölviðræður muni hefjast fyrir lok mánaðarins. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 14,2 milljarðar dollara, rúmlega 1.600 milljarðar króna. Markaðsvirðið hefur lækkað um nokkra milljarða dollara í dag, eða rúmar 300 milljarða króna. Salesforce.com er núna eini líklega kaupandinn en fyrirtækið hefur ekki tilkynnt um hvort það muni bjóða í fyrirtækið eða ekki. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Twitter átt í erfiðleikum undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að illa gengur að fjölga nýjum notendum og auka tekjur. Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Twitter hefur lækkað um 19,36 prósent það sem af er degi, þegar mest lét lækkuðu hlutabréfin um 21 prósent. Reuters greinir frá því að hlutabréfin hafi hrunið í kjölfar frétta af því að Alphabet, móðurfélag Google, og Disney muni ekki bjóða í fyrirtækið og ólíklegt er að Apple muni bjóða í fyrirtækið. Tilboð í samfélagsmiðilinn þurfa að berast á næstu tveimur vikum og vonir eru um að sölviðræður muni hefjast fyrir lok mánaðarins. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú um 14,2 milljarðar dollara, rúmlega 1.600 milljarðar króna. Markaðsvirðið hefur lækkað um nokkra milljarða dollara í dag, eða rúmar 300 milljarða króna. Salesforce.com er núna eini líklega kaupandinn en fyrirtækið hefur ekki tilkynnt um hvort það muni bjóða í fyrirtækið eða ekki. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Twitter átt í erfiðleikum undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að illa gengur að fjölga nýjum notendum og auka tekjur.
Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira