Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 14:00 Myndin er samsett. Vísir/Getty Allra augu beinast að Bandaríkjunum nú þegar lokaspretturinn í forsetakosningum þar í landi er hafinn. Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hefur sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og eftir að hafa verið nánast úrskurðaður úr leik eftir hvert hneykslið á fætur öðru hafa sigurlíkur hans aukist. Hann reynir nú hvað hann getur til að vinna sigur í Flórída-ríki sem að mörgu leyti er lykillinn að leið hans í Hvíta húsið. Þrátt fyrir að vera enn sigurstranglegust samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton hrunið frá því að FBI gaf út að það væri að rannsaka nýja tölvupósta frá tíð hennar sem utanríkisráðherra. Nú rúmlega einum degi áður en að kosningarnar fara fram segir FiveThirtyEight að sigurlíkur Clinton séu 64 prósent gegn 36 prósentum Donald Trump, um 20 prósentustiga sveifla á tveimur vikum.Sigurlíkur samkvæmt reiknilíkandi FiveThirtyEight.Tryggja þarf sér stuðning 270 kjörmanna til þess að sigra í kosningunum og í sömu spá FiveThirtyEight og er vitnað í hér að ofan er reiknað með að Clinton muni hljóta 289 kjörmenn. Þrátt fyrir þetta má velta því fyrir sér hvað þurfi að gerast til þess að Trump takist að komast yfir Clinton og gegna því embætti sem gjarnan er talið vera það valdamesta í heiminum. Leiðin er grýtt en þó ekki ófær.Án Flórída er nær ómögulegt að Trump geti sigraðFastlega má reikna með að Trump muni að minnsta kosti fá um 180 kjörmenn frá ríkjum á borð við Texas, Montana, Alaska, Alabama, Indiana og átján öðrum ríkjum sem sjá má á kortinu hér fyrir neðan. Í öllum þessum ríkjum eru yfirgnæfandi líkur á sigri Trump. Fyrir utan þessi ríki þarf Trump án vafa að næla í sex kjörmenn Iowa, átján kjörmenn Ohio og ellefu kjörmenn Arizona. Skoðanakannanir benda til þess að þessi ríki hallist að Trump en Iowa og Ohio eru svokölluð „Swing-states“ þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli forsetakosninga.Sjá einnig: Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningarTakist Trump að næla sér í sigur í þessum ríkjum er talan kominn upp í 215 kjörmenn, enn talsvert fjarri þeim 270 sem þarf til. Þar kemur Flórída til sögunnar. Þar eru 29 kjörmenn undir sem gerir ríkið það mikilvægasta af sveifluríkjum kosninganna í ár. Þar er staðan hins vegar nánast hnífjöfn samkvæmt áðurnefndu reiknilíkani FiveThirtyEight sem metur sigurlíkurnar 46-53 prósent Trump í vil.Dökkrauð tákna þau ríki sem Trump er nær öruggur með, Dökkblá þau sem Clinton er nær örugg með.Sigri Trump Flórída er það þó ekki nóg enda væri hann þá aðeins búinn að tryggja sér 244 kjörmenn miðað við þá leið sem hér er tíunduð. Hinir 29 kjörmenn Flórída eru þó svo mikilvægir að takist Trump ekki að sigra í Flórída þyrfti hann líklega einnig að sigra í sveifluríkjum sem Clinton er nær örugg um að sigra í á borð við Pennsylvaníu, Colorado og New Hampshire. Leiðin er þó langt í frá greið fyrir Trump takist honum að sigra í Florída, hann þarf einnig að vinna annað sveifluríki, Norður-Karólínu, þar sem afar mjótt er á milli Trump og Clinton, líkt og í Flóría. Þar leynast 15 kjörmenn og Trump því kominn með 259 kjörmenn.Sjá einnig: FBI dregið inn í hringiðu stjórnmálaÞaðan þarf Trump að finna sér ellefu kjörmenn í viðbót sem verður afar erfitt fyrir hann. Hann þarf án vafa að tryggja sér sigur í 1-2 af þeim sveifluríkjum sem nú eru talin örugg í höndum Clinton. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía og New Hampshire. Svo örugg er Clinton um sigur í þessum ríkjum að þau eru nefnd eldveggur hennar. Nafnið kemur til vegna þess að hún þarf í raun ekki að sigra í öðrum sveifuríkjum tryggi hún sér sigur í þessum sex ríkjum. Helstu möguleikar Trump á þessum ellefu kjörmönnum eru taldir liggja í Michigan þar sem kannanir sýna að Trump hefur sótt vel á. Sextán kjörmenn eru þar í boði sem myndi koma Trump í 275 kjörmenn gangi það eftir sem hér hefur verið útlistað. Leið Trump að sigri lítur því nokkurn veginn svona út fyrir utan þau ríki sem hallast nær örugglega að Trump: Ohio, Iowa, Arizona, Flórída, Norður-Karólína og Michigan. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir kosningarnar sem fara fram aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira
Allra augu beinast að Bandaríkjunum nú þegar lokaspretturinn í forsetakosningum þar í landi er hafinn. Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hefur sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og eftir að hafa verið nánast úrskurðaður úr leik eftir hvert hneykslið á fætur öðru hafa sigurlíkur hans aukist. Hann reynir nú hvað hann getur til að vinna sigur í Flórída-ríki sem að mörgu leyti er lykillinn að leið hans í Hvíta húsið. Þrátt fyrir að vera enn sigurstranglegust samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton hrunið frá því að FBI gaf út að það væri að rannsaka nýja tölvupósta frá tíð hennar sem utanríkisráðherra. Nú rúmlega einum degi áður en að kosningarnar fara fram segir FiveThirtyEight að sigurlíkur Clinton séu 64 prósent gegn 36 prósentum Donald Trump, um 20 prósentustiga sveifla á tveimur vikum.Sigurlíkur samkvæmt reiknilíkandi FiveThirtyEight.Tryggja þarf sér stuðning 270 kjörmanna til þess að sigra í kosningunum og í sömu spá FiveThirtyEight og er vitnað í hér að ofan er reiknað með að Clinton muni hljóta 289 kjörmenn. Þrátt fyrir þetta má velta því fyrir sér hvað þurfi að gerast til þess að Trump takist að komast yfir Clinton og gegna því embætti sem gjarnan er talið vera það valdamesta í heiminum. Leiðin er grýtt en þó ekki ófær.Án Flórída er nær ómögulegt að Trump geti sigraðFastlega má reikna með að Trump muni að minnsta kosti fá um 180 kjörmenn frá ríkjum á borð við Texas, Montana, Alaska, Alabama, Indiana og átján öðrum ríkjum sem sjá má á kortinu hér fyrir neðan. Í öllum þessum ríkjum eru yfirgnæfandi líkur á sigri Trump. Fyrir utan þessi ríki þarf Trump án vafa að næla í sex kjörmenn Iowa, átján kjörmenn Ohio og ellefu kjörmenn Arizona. Skoðanakannanir benda til þess að þessi ríki hallist að Trump en Iowa og Ohio eru svokölluð „Swing-states“ þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli forsetakosninga.Sjá einnig: Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningarTakist Trump að næla sér í sigur í þessum ríkjum er talan kominn upp í 215 kjörmenn, enn talsvert fjarri þeim 270 sem þarf til. Þar kemur Flórída til sögunnar. Þar eru 29 kjörmenn undir sem gerir ríkið það mikilvægasta af sveifluríkjum kosninganna í ár. Þar er staðan hins vegar nánast hnífjöfn samkvæmt áðurnefndu reiknilíkani FiveThirtyEight sem metur sigurlíkurnar 46-53 prósent Trump í vil.Dökkrauð tákna þau ríki sem Trump er nær öruggur með, Dökkblá þau sem Clinton er nær örugg með.Sigri Trump Flórída er það þó ekki nóg enda væri hann þá aðeins búinn að tryggja sér 244 kjörmenn miðað við þá leið sem hér er tíunduð. Hinir 29 kjörmenn Flórída eru þó svo mikilvægir að takist Trump ekki að sigra í Flórída þyrfti hann líklega einnig að sigra í sveifluríkjum sem Clinton er nær örugg um að sigra í á borð við Pennsylvaníu, Colorado og New Hampshire. Leiðin er þó langt í frá greið fyrir Trump takist honum að sigra í Florída, hann þarf einnig að vinna annað sveifluríki, Norður-Karólínu, þar sem afar mjótt er á milli Trump og Clinton, líkt og í Flóría. Þar leynast 15 kjörmenn og Trump því kominn með 259 kjörmenn.Sjá einnig: FBI dregið inn í hringiðu stjórnmálaÞaðan þarf Trump að finna sér ellefu kjörmenn í viðbót sem verður afar erfitt fyrir hann. Hann þarf án vafa að tryggja sér sigur í 1-2 af þeim sveifluríkjum sem nú eru talin örugg í höndum Clinton. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía og New Hampshire. Svo örugg er Clinton um sigur í þessum ríkjum að þau eru nefnd eldveggur hennar. Nafnið kemur til vegna þess að hún þarf í raun ekki að sigra í öðrum sveifuríkjum tryggi hún sér sigur í þessum sex ríkjum. Helstu möguleikar Trump á þessum ellefu kjörmönnum eru taldir liggja í Michigan þar sem kannanir sýna að Trump hefur sótt vel á. Sextán kjörmenn eru þar í boði sem myndi koma Trump í 275 kjörmenn gangi það eftir sem hér hefur verið útlistað. Leið Trump að sigri lítur því nokkurn veginn svona út fyrir utan þau ríki sem hallast nær örugglega að Trump: Ohio, Iowa, Arizona, Flórída, Norður-Karólína og Michigan. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir kosningarnar sem fara fram aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52