Tryggðin minnkar hjá Apple Sæunn Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 iPhone eigendur eru líklegri til að fá sér iPhone 7 í Evrópu en í Kína. Eigendur iPhone-síma virðast vera síður tryggir Apple en áður ef marka má rannsókn UBS-greiningaraðilanna Stevens Milunovich og Benjamins Wilson. Business Insider greinir frá því að smám saman virðist notendur iPhone vera að færa sig yfir til annarra síma. Í Bandaríkjunum og Evrópu eru notendur iPhone frekar tryggir Apple, en í austri, sér í lagi í Kína, er fjöldi notenda farinn að skipta út símanum. Árið 2010 héldu 95 prósent eigenda iPhone sig við merkið þegar þeir keyptu nýjan síma en árið 2016 er þetta hlutfall orðið um 75 prósent. Hlutfallið er þó ennþá hærra en hjá Android og Samsung. Samsung-símaeigendur virðast þó verða tryggari með tímanum, ef litið er fram hjá síðasta fjórðungi þegar sprenging í Galaxy Note 7 hafði áhrif. Notendur iPhone í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Þýskalandi halda enn fast í símana en í Kína hefur áróður gegn Apple haft þau áhrif að einungis 55 prósent fengu sér iPhone aftur á síðasta ársfjórðungi, samanborið við rúmlega 80 prósent á sama ársfjórðungi fyrir tveimur árum. Sala hjá Apple hefur dregist saman um 30 prósent milli ára í Kína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eigendur iPhone-síma virðast vera síður tryggir Apple en áður ef marka má rannsókn UBS-greiningaraðilanna Stevens Milunovich og Benjamins Wilson. Business Insider greinir frá því að smám saman virðist notendur iPhone vera að færa sig yfir til annarra síma. Í Bandaríkjunum og Evrópu eru notendur iPhone frekar tryggir Apple, en í austri, sér í lagi í Kína, er fjöldi notenda farinn að skipta út símanum. Árið 2010 héldu 95 prósent eigenda iPhone sig við merkið þegar þeir keyptu nýjan síma en árið 2016 er þetta hlutfall orðið um 75 prósent. Hlutfallið er þó ennþá hærra en hjá Android og Samsung. Samsung-símaeigendur virðast þó verða tryggari með tímanum, ef litið er fram hjá síðasta fjórðungi þegar sprenging í Galaxy Note 7 hafði áhrif. Notendur iPhone í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Þýskalandi halda enn fast í símana en í Kína hefur áróður gegn Apple haft þau áhrif að einungis 55 prósent fengu sér iPhone aftur á síðasta ársfjórðungi, samanborið við rúmlega 80 prósent á sama ársfjórðungi fyrir tveimur árum. Sala hjá Apple hefur dregist saman um 30 prósent milli ára í Kína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira