Ákveða sjálfir eigin hlunnindi Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Skattfrjálsar aukatekjur hvers þingmanns hlaupa á milljónum á ári hverju og eru ákvarðaðar af þingmönnum sjálfum. vísir/gva Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira