Google hættir þróun sjálfkeyrandi bíla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2016 09:00 Sjálfkeyrandi bíll sem Google hefur verið að þróa. Vísir/AFP Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo. Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo.
Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09
Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00