Jón Axel setti niður þrjá þrista fyrir framan Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 11:30 Jón Axel Guðmundsson og Steph Curry. Vísir/Samsett/Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira