Einn besti þjálfari NBA lætur Donald Trump heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 19:00 Gregg Popovich og Donald Trump. Vísir/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira