Segir ESB græða á einangrunarstefnu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 10:32 Cecilia Malmstrom. Vísir/Epa Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira