Paint verður áfram til staðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 10:24 Aðdáendur Paint geta tekið gleði sína á ný eftir að margir höfðu málað skrattann á vegginn í gær þegar svo virtist sem að dagar forritsins væru taldir. Vísir/Kjartan Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express. Microsoft Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express.
Microsoft Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira