Viðskipti erlent

Viðsnúningur hjá Grikkjum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. vísir/EPA
Grísk stjórnvöld hafa áform um að sækja sér fé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í fyrsta sinn í meira en þrjú ár. Þau hafa ráðið sex banka til þess að sjá um skuldabréfaútgáfuna, en gefin verða út skuldabréf til fimm ára.

Skuldabréfaútgáfan markar tímamót, en Grikkir hafa á undanförnum árum staðið í harðvítugum deilum við kröfuhafa sína, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópska seðlabankann og Evrópusambandið. Kröfuhafarnir hafa veitt grískum stjórnvöldum fjölmörg neyðarlán gegn því að þau hrindi ströngum aðhaldsaðgerðum í framkvæmd.

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokuðust grískum stjórnvöldum árið 2010 og þurftu þau í staðinn að reiða sig á neyðarlán kröfuhafanna til þess að geta staðið undir skuldbindingum sínum. Nú horfir hins vegar til breytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×