Viðskipti erlent

Þjóðverjar fá gull heim

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gullstangirnar sem Þjóðverjar fluttu heim eru metnar á 23,7 milljarða evra.
Gullstangirnar sem Þjóðverjar fluttu heim eru metnar á 23,7 milljarða evra. vísir/getty
Seðlabanki Þýskalands hefur nú lokið við flutning á nær 54 þúsundum gullstanga frá bankahvelfingu í New York og París til höfuðstöðva sinna sem er að finna í Frankfurt.

Um er að ræða 674 tonn af gulli sem flutningur hófst á fyrir fjórum árum. Hver gullstöng er metin á 440 þúsund evrur en alls eru gullstangirnar metnar á 23,7 milljarða evra.

Fulltrúar bankans segja að rannsókn hafi leitt í ljós að ekkert sé athugavert við gullstangirnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×