Launaþróun opinberra starfsmanna í þátíð og framtíð Guðríður Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2017 10:15 Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun