Bjóða farþegum að stinga sér til sunds Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 07:42 Svona mun sundlaugin koma til með að líta út. Punta Cana Farþegar sem eiga leið um alþjóðaflugvöllinn Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu á næstunni ættu að hafa sundfötin í handfarangrinum. Frá og með desember næstkomandi geta gestir nýrrar viðhafnarsetustofu flugvallarins stungið sér til sunds meðan horft er yfir flugbrautirnar. Nýja setustofan verður sú þriðja á vellinum en þær sem fyrir eru eru sagðar öllu hefðbundnari. Stærð laugarinnar, hvað kostar að dýfa sér í hana og önnur slík smáatriði liggja ekki fyrir að svo stöddu en kynningar er að vænta frá fyrirtækinu sem rekur völlinn. Þegar Punta Cana var vígður árið 1983 varð hann fyrsti einkarekni flugvöllurinn í heiminum. Hann hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum þökk sé auknum ferðamannastraumi til Dóminíkanska lýðveldisins. Flugvöllurinn í Punta Cana verður þó ekki sá fyrsti til að búa yfir sundlaug. Changi flugvöllurinn í Singapúr, sem valinn hefur verið besti flugvöllur heims undanfarin 5 ár, skartar sundlaug á þaki flugstöðvar 1. Þar kostar um 1400 íslenskar krónur að fara í laugina en þar má jafnframt finna heita potta, sundlaugarbar og sturtur.@PUJAirport continues to expand! Bring your for your last minutes in paradise. December 2017, new #VIPLounge. #PuntaCana #Airport pic.twitter.com/6YTJuL98cF— Puntacana Resort (@PUNTACANARESORT) August 9, 2017 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Farþegar sem eiga leið um alþjóðaflugvöllinn Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu á næstunni ættu að hafa sundfötin í handfarangrinum. Frá og með desember næstkomandi geta gestir nýrrar viðhafnarsetustofu flugvallarins stungið sér til sunds meðan horft er yfir flugbrautirnar. Nýja setustofan verður sú þriðja á vellinum en þær sem fyrir eru eru sagðar öllu hefðbundnari. Stærð laugarinnar, hvað kostar að dýfa sér í hana og önnur slík smáatriði liggja ekki fyrir að svo stöddu en kynningar er að vænta frá fyrirtækinu sem rekur völlinn. Þegar Punta Cana var vígður árið 1983 varð hann fyrsti einkarekni flugvöllurinn í heiminum. Hann hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum þökk sé auknum ferðamannastraumi til Dóminíkanska lýðveldisins. Flugvöllurinn í Punta Cana verður þó ekki sá fyrsti til að búa yfir sundlaug. Changi flugvöllurinn í Singapúr, sem valinn hefur verið besti flugvöllur heims undanfarin 5 ár, skartar sundlaug á þaki flugstöðvar 1. Þar kostar um 1400 íslenskar krónur að fara í laugina en þar má jafnframt finna heita potta, sundlaugarbar og sturtur.@PUJAirport continues to expand! Bring your for your last minutes in paradise. December 2017, new #VIPLounge. #PuntaCana #Airport pic.twitter.com/6YTJuL98cF— Puntacana Resort (@PUNTACANARESORT) August 9, 2017
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira