Viðskipti erlent

Þrír milljarðar Yahoo-notenda urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bandaríski fjarskiptarisinn Verizon festi kaup á Yahoo í sumar.
Bandaríski fjarskiptarisinn Verizon festi kaup á Yahoo í sumar. Vísir/AFP
Netfyrirtækið Yahoo hefur nú viðurkennt að allir þrír milljarðar notenda þess hafi orðið fyrir áhrifum af tölvuinnbroti fyrir fjórum árum. Í fyrra sagði fyrirtækið að gögnum um milljarð notenda hefði verið stolið.

AP-fréttastofan segir að Yahoo sé nú að láta fleiri notendur vita af því að gögn þeirra hafi verið á meðal þeirra sem var stolið í ágúst 2013. Það greindi fyrst frá innbotinu í desember.

Fyrirtækið heldur því fram að lykilorð, greiðslukortaupplýsingar og bankaupplýsingar hafi ekki verið á meðal þeirra gagna sem var stolið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×