Fyrsti stóri fjárfestir Facebook selur flesta hluti sína Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 18:53 Thiel studdi meðal annars Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Vísir/AFP Bandaríski auðjöfurinn Peter Thiel hefur selt þrjá af hverjum fjórum hlutum sínum í samfélagsmiðlarisanum Facebook. Thiel var fyrsti stóri fjárfestirinn sem lagði Facebook til fé á sínum tíma og hefur setið í stjórn fyrirtækisins. Áður hafði Thiel selt hluti í Facebook fyrir meira en milljarð dollar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Nú hefur hann selt mest af því sem hann átti eftir fyrir um 29 milljónir dollara. Thiel stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal með Elon Musk, eiganda Tesla og SpaceX. Hann fjármagnaði jafnframt meiðyrðamál fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan gegn vefmiðlinum Gawker. Sú málsókn leiddi til þess að Gawker var lokað. Vefsíðan hafði birt greinar um Thiel sem reittu hann til reiði, meðal annars um að hann væri samkynhneigður. Auðkýfingurinn er eini áberandi leiðtoga tækniiðnaðarins í Sílikondalnum sem studdi Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Facebook Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Peter Thiel hefur selt þrjá af hverjum fjórum hlutum sínum í samfélagsmiðlarisanum Facebook. Thiel var fyrsti stóri fjárfestirinn sem lagði Facebook til fé á sínum tíma og hefur setið í stjórn fyrirtækisins. Áður hafði Thiel selt hluti í Facebook fyrir meira en milljarð dollar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Nú hefur hann selt mest af því sem hann átti eftir fyrir um 29 milljónir dollara. Thiel stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal með Elon Musk, eiganda Tesla og SpaceX. Hann fjármagnaði jafnframt meiðyrðamál fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan gegn vefmiðlinum Gawker. Sú málsókn leiddi til þess að Gawker var lokað. Vefsíðan hafði birt greinar um Thiel sem reittu hann til reiði, meðal annars um að hann væri samkynhneigður. Auðkýfingurinn er eini áberandi leiðtoga tækniiðnaðarins í Sílikondalnum sem studdi Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira