Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 10:45 Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997. Hún lék þar á móti fyrrverandi kærasta sínum, Matt Damon, sem hún gagnrýnir harðlega í viðtali við The Guardian. Vísir/AFP Breska leikkonan Minnie Driver segir að það sé í raun ómögulegt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna sem þurfa að þola kynferðislega áreitni og misnotkun dag hvern. Ummælin eru höfð eftir Driver í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Driver ræddi þar viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. „Litróf hegðunar“ Driver og Damon áttu í ástarsambandi á tíunda áratugnum og léku saman í Óskarsverðlaunamyndinni Good Will Hunting. Í viðtali, sem sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, var Damon inntur eftir viðbrögðum við #MeToo-byltingunni sem hófst eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Casey Affleck, sem stendur hér á milli bróður síns Ben Affleck og besta vinar hans, Matt Damon, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Damon og Ben Affleck hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að fordæma ekki hegðun Casey.vísir/getty Damon sagði meinta kynferðislega áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna fela í sér ákveðið „litróf hegðunar.“ Hann sagði mun á því að „klappa einhverjum á rassinn“ og nauðgun eða barnaníði. Taka þyrfti á málinu í öllum tilvikum en um eðlismun væri að ræða. Því bæri að forðast að blanda slíkum atvikum saman. Driver lýsti yfir óánægju sinni með ummæli leikarans. „Guð minn góður, í alvörunni?“ ritaði hún í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Alyssa Milano, ein þeirra fyrstu sem kom #MeToo-myllumerkinu á kortið, skipaði sér til að mynda í lið með starfssystur sinni og deildi færslunni. God God, SERIOUSLY? https://t.co/NDZFrLDXil— Minnie Driver (@driverminnie) December 15, 2017 Í viðtali við The Guardian á laugardag tjáði Driver sig enn frekar um málið. „Ég þurfti nauðsynlega að segja eitthvað. Ég hef áttað mig á því að flestir karlmenn, góðir menn, mennirnir sem ég elska, það eru ákveðin mörk. Þeir geta einfaldlega ekki skilið hvað kynferðisofbeldi er, þegar það er daglegt brauð,“ sagði Driver. „Ég held í hreinskilni sagt að þangað til við verðum á sömu blaðsíðu, þá geturðu ekki rætt kynferðisofbeldi við konuna sem verður fyrir því. Karlmaður getur ekki gert það. Enginn getur það. Þetta er svo einstaklingsbundið og persónulegt að það er særandi þegar valdamikill karlmaður stígur fram og byrjar að setja skilmála.“ Nauðsynlegt að góðir og klárir menn taki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi Damon tjáði sig enn fremur um ásakanirnar sem bornar hafa verið á hendur Weinstein, þingmanninum Al Franken, Kevin Spacey og grínistanum Louis CK. Damon lofaði þann síðastnefnda í hástert fyrir að sýna augljósa iðrun vegna gjörða sinna. Louis CK játaði á dögunum að hafa ítrekað fróað sér fyrir framan konur, þvert á samþykki þeirra. „Ég þekki ekki Louis CK. Ég hef aldrei þekkt hann. Ég er aðdáandi hans, en ég held að hann muni ekki sýna af sér þessa hegðun aftur,“ sagði Damon. Driver var einnig óánægð með þessi ummæli og sagði hugsunarháttinn skaðlegan. „Ef góðir menn eins og Matt Damon hugsa svona þá erum við í helvíti miklum vandræðum. Við þörfnumst þess að góðir og klárir menn segi að þetta sé allt saman slæmt, fordæmi þetta allt og byrji upp á nýtt.“ Leikkonan Mia Sorvino steig nýlega fram og sagði Harvey Weinstein ástæðu þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Sorvino er ein fjölmargra kvenna sem sakað hafa valdamenn í Hollywood um kynferðislega áreitni. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54 Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47 „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Breska leikkonan Minnie Driver segir að það sé í raun ómögulegt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna sem þurfa að þola kynferðislega áreitni og misnotkun dag hvern. Ummælin eru höfð eftir Driver í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Driver ræddi þar viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. „Litróf hegðunar“ Driver og Damon áttu í ástarsambandi á tíunda áratugnum og léku saman í Óskarsverðlaunamyndinni Good Will Hunting. Í viðtali, sem sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, var Damon inntur eftir viðbrögðum við #MeToo-byltingunni sem hófst eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Casey Affleck, sem stendur hér á milli bróður síns Ben Affleck og besta vinar hans, Matt Damon, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Damon og Ben Affleck hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að fordæma ekki hegðun Casey.vísir/getty Damon sagði meinta kynferðislega áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna fela í sér ákveðið „litróf hegðunar.“ Hann sagði mun á því að „klappa einhverjum á rassinn“ og nauðgun eða barnaníði. Taka þyrfti á málinu í öllum tilvikum en um eðlismun væri að ræða. Því bæri að forðast að blanda slíkum atvikum saman. Driver lýsti yfir óánægju sinni með ummæli leikarans. „Guð minn góður, í alvörunni?“ ritaði hún í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Alyssa Milano, ein þeirra fyrstu sem kom #MeToo-myllumerkinu á kortið, skipaði sér til að mynda í lið með starfssystur sinni og deildi færslunni. God God, SERIOUSLY? https://t.co/NDZFrLDXil— Minnie Driver (@driverminnie) December 15, 2017 Í viðtali við The Guardian á laugardag tjáði Driver sig enn frekar um málið. „Ég þurfti nauðsynlega að segja eitthvað. Ég hef áttað mig á því að flestir karlmenn, góðir menn, mennirnir sem ég elska, það eru ákveðin mörk. Þeir geta einfaldlega ekki skilið hvað kynferðisofbeldi er, þegar það er daglegt brauð,“ sagði Driver. „Ég held í hreinskilni sagt að þangað til við verðum á sömu blaðsíðu, þá geturðu ekki rætt kynferðisofbeldi við konuna sem verður fyrir því. Karlmaður getur ekki gert það. Enginn getur það. Þetta er svo einstaklingsbundið og persónulegt að það er særandi þegar valdamikill karlmaður stígur fram og byrjar að setja skilmála.“ Nauðsynlegt að góðir og klárir menn taki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi Damon tjáði sig enn fremur um ásakanirnar sem bornar hafa verið á hendur Weinstein, þingmanninum Al Franken, Kevin Spacey og grínistanum Louis CK. Damon lofaði þann síðastnefnda í hástert fyrir að sýna augljósa iðrun vegna gjörða sinna. Louis CK játaði á dögunum að hafa ítrekað fróað sér fyrir framan konur, þvert á samþykki þeirra. „Ég þekki ekki Louis CK. Ég hef aldrei þekkt hann. Ég er aðdáandi hans, en ég held að hann muni ekki sýna af sér þessa hegðun aftur,“ sagði Damon. Driver var einnig óánægð með þessi ummæli og sagði hugsunarháttinn skaðlegan. „Ef góðir menn eins og Matt Damon hugsa svona þá erum við í helvíti miklum vandræðum. Við þörfnumst þess að góðir og klárir menn segi að þetta sé allt saman slæmt, fordæmi þetta allt og byrji upp á nýtt.“ Leikkonan Mia Sorvino steig nýlega fram og sagði Harvey Weinstein ástæðu þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Sorvino er ein fjölmargra kvenna sem sakað hafa valdamenn í Hollywood um kynferðislega áreitni.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54 Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47 „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54
Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06
Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00