Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 22:43 Marco Rubio ákvað að styðja frumvarpið þegar látið var eftir kröfu hans um að auka afslátt fólks á sköttum vegna barna. Vísir/AFP Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira