Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:29 Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent