Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:29 Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12