Geir átti von á því að Gylfi yrði valinn Íþróttamaður ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2017 18:52 Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði orð í belg á Twitter í gær um kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu að þessu sinni. Þar sagði Geir: „Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“ Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017 Færsla formannsins fyrrverandi vakti mikil viðbrögð og margir voru honum ósammála. Hjörtur Hjartarson fékk Geir til að útskýra mál sitt í Akraborginni í dag. „Alltaf þegar maður lætur skoðun sína í ljós rísa upp aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Þetta er ekki ný skoðun hjá mér. Ég er búinn að halda þessu fram lengi, að við þurfum að breyta þessu vali og aðferðinni við það,“ sagði Geir. Hann segir að þetta snúist um að verðlauna fleiri og því eigi að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. „Knattspyrnusambandið var á sínum tíma eitt af fyrstu sérsamböndunum til að hætta að velja einn einstakling sem knattspyrnumann ársins. Hitt var óvinnandi vegur. Ég veit ekki hvernig er hægt að bera saman á einfaldan hátt; knattspyrnu karla og kvenna. Það er mjög flókið,“ sagði Geir. Hann átti von á því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði valinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð. „Þetta var kannski hans besta ár. Hann hélt Swansea á floti í einni erfiðustu deild í heimi. Við unnum okkar riðil í undankeppni HM þar sem hann er algjör lykilmaður. Og þrátt fyrir erfið félagaskipti er hann að rétta við hjá Everton. Ég átti von á því að hann yrði valinn en geri mér grein fyrir afrekum annarra íþróttamanna. En ég held með fótboltanum, það vita allir,“ sagði Geir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51 Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15 Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31 Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15 Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02 Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sjá meira
Geir vandar íþróttafréttamönnum ekki kveðjurnar Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 05:51
Bragi Valdimar fellir Geir á málfræðiprófinu Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við íþróttafréttamenn landsins í gærkvöldi eftir að úrslit um kjör á íþróttamanni ársins lágu fyrir. 29. desember 2017 16:15
Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún er fyrsti kylfingur sögunnar sem verður fyrir valinu í 62 ára sögu kjörsins og sjötta konan. 29. desember 2017 06:00
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. 28. desember 2017 20:31
Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. 28. desember 2017 22:15
Aron segir mikinn heiður að hafna í öðru sæti Landsliðsfyrirliðinn óskar Ólafíu og öðru tilnefndu íþróttafólki til hamingju. 29. desember 2017 15:02
Aðeins 43 stigum munaði á Ólafíu og Aroni Einari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Aron Einar Gunnarsson varð í öðru sæti 28. desember 2017 21:30