Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 15:57 Samfélag dogecoin-eigenda styrktu ökumann í NASCAR-kappakstrinum. Auglýsingin skartaði shiba inu-hundinum úr netminni. Vísir/AFP Markaðsvirði rafmyntarinnar Dogecoin sem var stofnuð í gríni fyrir nokkrum árum og er nefnd eftir þekktu netminni [e. meme] náði um tveimur milljörðum dollara um helgina. Tvöfaldaðist virði myntarinnar á skömmum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mikið rafmyntaræði hefur gripið um sig hjá fjárfestum undanfarið sem hefur best sést í stórfelldum hækkunum í virði rafmyntarinnar bitcoin. Það virðist ástæða þess að dogecoin hefur nú rokið upp í verðmæti. Dogecoin var upphaflega ætlað að gera grín að Bitcoin og var þar til nýlega aðeins þekkt innan lítils hóps áhugamanna. Rafmyntin hefur aðallega vakið athygli í tengslum við íþróttir en þar hefur dogecoin-samfélagið meðal annars styrkt ökumann í bandaríska NASCAR-kappakstrinum og bobbsleðalið Jamaíka.Doge var vinsælt minni á netinu fyrir nokkrum árum.Knowyourmeme.comMyntin er kennd við netminnið „doge“. Það fólst í mynd af hundi af japönsku tegundinni shiba inu og með fylgdi ýmsar málfræðilega ótækar setningar. Þrátt fyrir uppganginn nú er virði Dogecoin margfalt minna en Bitcoin. Núverandi markaðsvirði Bitcoin er áætlað um 270 milljarðar Bandaríkjadollara. Rafmyntir Jamaíka Mið-Ameríka Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Markaðsvirði rafmyntarinnar Dogecoin sem var stofnuð í gríni fyrir nokkrum árum og er nefnd eftir þekktu netminni [e. meme] náði um tveimur milljörðum dollara um helgina. Tvöfaldaðist virði myntarinnar á skömmum tíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mikið rafmyntaræði hefur gripið um sig hjá fjárfestum undanfarið sem hefur best sést í stórfelldum hækkunum í virði rafmyntarinnar bitcoin. Það virðist ástæða þess að dogecoin hefur nú rokið upp í verðmæti. Dogecoin var upphaflega ætlað að gera grín að Bitcoin og var þar til nýlega aðeins þekkt innan lítils hóps áhugamanna. Rafmyntin hefur aðallega vakið athygli í tengslum við íþróttir en þar hefur dogecoin-samfélagið meðal annars styrkt ökumann í bandaríska NASCAR-kappakstrinum og bobbsleðalið Jamaíka.Doge var vinsælt minni á netinu fyrir nokkrum árum.Knowyourmeme.comMyntin er kennd við netminnið „doge“. Það fólst í mynd af hundi af japönsku tegundinni shiba inu og með fylgdi ýmsar málfræðilega ótækar setningar. Þrátt fyrir uppganginn nú er virði Dogecoin margfalt minna en Bitcoin. Núverandi markaðsvirði Bitcoin er áætlað um 270 milljarðar Bandaríkjadollara.
Rafmyntir Jamaíka Mið-Ameríka Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira