„Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 19:45 86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
86 starfsmönnum Odda var sagt upp störfum í dag. Meðal þeirra sem missa vinnuna var fólk með áratuga langa reynslu hjá fyrirtækinu og eru starfsmenn eru slegnir yfir tíðindunum. Hópuppsögnin sem greint var frá í dag er með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti. „Þetta er náttúrlega gríðarlegt áfall fyrir alla. Bæði þá sem eru að fara og þá sem eftir sitja og þessi dagur er enginn gleðidagur í sögu fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, í samtali við Stöð 2. Uppsagnirnar eru til komnar vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Við breytingarnar verða lögð niður 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og þá verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.Uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin, einhverjir starfsmannanna kusu að láta samstundis af störfum en aðrir vinna uppsagnafrest. „Aðdragandinn er mjög langur. Við erum búin að vera að velta þessari stöðu fyrir okkur síðan um mitt árið. Við erum búin að velta fyrir okkur ýmsum sviðsmyndum þessari stöðu, því miður þá er þetta raunin, bara til að tryggja framtíð fyrirtækisins,“ segir Kristján Geir. Trúnaðarmaður starfsmanna segir tíðindin vera gríðarlegt áfall. „Fólk er slegið yfir þessu og það er bara rólegt yfir öllum hérna,“ segir Kristín Helgadóttir, trúnaðarmaður starfsmanna. „Það er mjög hár starfsaldur í prentsmiðjunni, einhverjir sem hafa verið í yfir þrjátíu ár. Ég veit um einn sem var alla veganna búinn að vera í 35 ár, eitthvað svoleiðis. [...] Ég man ekki eftir svona stórri tölu, alla veganna ekki um síðari ár, þetta eru 86 manns sem eru að fara héðan,“ bætir Kristín við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru hópuppsagnirnar í dag með þeim umfangsmestu sem þekkjast á einu bretti, en þó ekki þær umfangsmestu. Sem dæmi sagði HB Grandi upp um áttatíu starfsmönnum í fyrra og þá sagði Actavis upp um nítíu manns í fyrra og 105 manns árið þar áður.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27