Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 18:10 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28