Segir Bandaríkin óttast samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Richard Yu, forstjóri Huawei. Vísir/AFP Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira