Stjörnukokkur í skuldasúpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 08:33 Jamie Oliver er heimsþekktur sjónvarpskokkur. Tveir af nafntoguðustu veitingastöðum stjörnukokksins Jamie Oliver í Lundúnum hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta. Rekstur veitingastaða hans hefur gengið brösulega í Bretlandi síðustu misseri og hefur sjónvarpskokkurinn lokað um helmingi veitingahúsa sinna á einu ári. Barbecoa-steikhúsið, sem staðsett er við Picadilly og í eigu Oliver, er annað þeirra sem loka mun á næstunni. Aðeins um eitt ár er síðan að það var opnað aftur eftir endurbætur.Breska ríkisútvarpið heldur því þó fram að Jamie Oliver hafi keypt hitt Barbecoa-veitingahúsið, sem stendur skammt frá St. Pauls og stóð til að loka, um leið og það var tekið til gjaldþrotaskipta. Það á stjörnukokkurinn að hafa gert í gegnum dótturfélag fyrir ótilgreinda upphæð. Nýjustu fréttirnar af gjaldþrotaskiptum fylgja í kjölfar fregna af lokunum fleiri veitingastaða Jamie Oliver í Bretlandi á síðustu misserum. Í upphafi síðasta árs tilkynnti hann til að mynda að hann ætlaði sér að loka sex veitingastöðum í landinu vegna slæms gengis og óvissu vegna væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann bætti um betur í upphafi þessa árs og tilkynnti lokun 12 veitingastaða til viðbótar. Áður hafði hann rekið 37 matsölustaði í Bretlandi. Talið er að rúmlega 200 manns muni missa vinnuna vegna þessa. Hann opnaði þrátt fyrir það útibú á Íslandi á síðasta ári.Rekstur veitingastaða Jamie Oliver í Bretlandi er stórskuldugur en talið að móðurfélagið skuldi margvíslegum lánadrottnum rúmlega 71 milljón punda, næstum 10 milljarðar íslenskra króna. Tengdar fréttir Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði „Við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum.“ 26. apríl 2017 11:02 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng. 4. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tveir af nafntoguðustu veitingastöðum stjörnukokksins Jamie Oliver í Lundúnum hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta. Rekstur veitingastaða hans hefur gengið brösulega í Bretlandi síðustu misseri og hefur sjónvarpskokkurinn lokað um helmingi veitingahúsa sinna á einu ári. Barbecoa-steikhúsið, sem staðsett er við Picadilly og í eigu Oliver, er annað þeirra sem loka mun á næstunni. Aðeins um eitt ár er síðan að það var opnað aftur eftir endurbætur.Breska ríkisútvarpið heldur því þó fram að Jamie Oliver hafi keypt hitt Barbecoa-veitingahúsið, sem stendur skammt frá St. Pauls og stóð til að loka, um leið og það var tekið til gjaldþrotaskipta. Það á stjörnukokkurinn að hafa gert í gegnum dótturfélag fyrir ótilgreinda upphæð. Nýjustu fréttirnar af gjaldþrotaskiptum fylgja í kjölfar fregna af lokunum fleiri veitingastaða Jamie Oliver í Bretlandi á síðustu misserum. Í upphafi síðasta árs tilkynnti hann til að mynda að hann ætlaði sér að loka sex veitingastöðum í landinu vegna slæms gengis og óvissu vegna væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann bætti um betur í upphafi þessa árs og tilkynnti lokun 12 veitingastaða til viðbótar. Áður hafði hann rekið 37 matsölustaði í Bretlandi. Talið er að rúmlega 200 manns muni missa vinnuna vegna þessa. Hann opnaði þrátt fyrir það útibú á Íslandi á síðasta ári.Rekstur veitingastaða Jamie Oliver í Bretlandi er stórskuldugur en talið að móðurfélagið skuldi margvíslegum lánadrottnum rúmlega 71 milljón punda, næstum 10 milljarðar íslenskra króna.
Tengdar fréttir Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði „Við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum.“ 26. apríl 2017 11:02 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng. 4. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði „Við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum.“ 26. apríl 2017 11:02
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10
Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Við framkvæmdir á Jamie's Italian veitingastaðnum á Hótel Borg fundust gömul málverk sem máluð voru beint á steypuna. Eigendur vilja vernda verkið sem er mjög skemmt og tekur kokkurinn í sama streng. 4. apríl 2017 07:00