Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Grunnskólakennarar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning um þessar mundir. Vísir/AntonBrink Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira