Þúsundir missa vinnuna þegar Toys R Us verður lokað í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 13:30 Rýmingarsölur eru framundan í verslunum Toys R Us í Bretlandi. vísir/getty Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um 3000 manns munu missa vinnuna á næstunni þegar leikfangarisinn Toys R Us lokar um hundrað verslunum sem hann rekur í Bretlandi. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu en það fór í greiðslustöðvun í lok febrúar. Síðan hefur þá hefur verið reynt að finna kaupendur að rekstrinum fyrir tiltekinn tíma en án árangurs að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Starfsfólki var tilkynnt um þessi málalok í dag en skiptastjórar segja að þeir séu þó enn opnir fyrir áhuga komi hugsanlegir kaupendur fram. Um 25 verslunum verður lokað strax á morgun og mun þá 541 starfsmaður missa vinnuna. Hinum 75 verslununum verður svo lokað á næstu sex vikum. Toys R Us er ein stærsta leikfangaverslunin í Bretlandi en frá því var greint síðasta haust að fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots þar sem gríðarlegar skuldir voru að sliga fyrirtækið. Toys R Us hefur lengi verið eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði en hefur átt í vök að verjast með aukinni samkeppni frá smásmölurisum á borð við Amazon, Walmart og Target. Þrjár Toys R Us-verslanir eru á Íslandi.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira