Toppi Deutsche Bank sparkað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:03 John Cryan er á útleið. Vísir/Getty Deutsche Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. Undirmaður hans, Christian Sewing, mun taka við stjórninni. „Við þurfum nýtt andrúmsloft í framkvæmdastjórn fyrirtækisins,“ er haft eftir einum stjórnarmanna bankans á vef breska ríkisútvarpsins. Tilkynningin kemur í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til í gær og funduðu framámenn þessa stærsta lánveitanda Þýskalands fram á nótt. Cryan tók við stjórnartaumunum í bankanum árið 2015 og hefur stjórnartíð hans markast af áföllum, hneykslum og síðast en ekki síst miklum fjárhagsörðugleikum. Ráðning hans var til fimm ára en var stytt um 2 ár í nótt, sem fyrr segir. Þrátt fyrir uppsögnina fer Deutsche Bank fögrum orðum um fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn. „Þó að stjórnartíð hans hafi verið stutt hefur John Cryan leikið mikilvægt hlutverk í næstum 150 ára sögu Deutsche Bank - og lagt grunninn að farsælli framtíð bankans,“ segir í stjórnarmaðurinn Paul Achleitner í samtali við fjölmiðla ytra. Talið er að uppsögninni muni fylgja stefnubreyting hjá bankanum og ætla greinendur að Deutsche Bank fari nú að einbeita sér meira að viðskiptabankaþjónustu í heimamarkaði sínum, Þýskalandi. Hlutabréfaverð í bankanum hefur fallið um 30 prósent á síðastliðnu ári. Talið er að uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum, sem sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári, hafi orðið til þess að ákveðið var að leita að eftirmanni Cryan. Bankinn tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Deutsche Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. Undirmaður hans, Christian Sewing, mun taka við stjórninni. „Við þurfum nýtt andrúmsloft í framkvæmdastjórn fyrirtækisins,“ er haft eftir einum stjórnarmanna bankans á vef breska ríkisútvarpsins. Tilkynningin kemur í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til í gær og funduðu framámenn þessa stærsta lánveitanda Þýskalands fram á nótt. Cryan tók við stjórnartaumunum í bankanum árið 2015 og hefur stjórnartíð hans markast af áföllum, hneykslum og síðast en ekki síst miklum fjárhagsörðugleikum. Ráðning hans var til fimm ára en var stytt um 2 ár í nótt, sem fyrr segir. Þrátt fyrir uppsögnina fer Deutsche Bank fögrum orðum um fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn. „Þó að stjórnartíð hans hafi verið stutt hefur John Cryan leikið mikilvægt hlutverk í næstum 150 ára sögu Deutsche Bank - og lagt grunninn að farsælli framtíð bankans,“ segir í stjórnarmaðurinn Paul Achleitner í samtali við fjölmiðla ytra. Talið er að uppsögninni muni fylgja stefnubreyting hjá bankanum og ætla greinendur að Deutsche Bank fari nú að einbeita sér meira að viðskiptabankaþjónustu í heimamarkaði sínum, Þýskalandi. Hlutabréfaverð í bankanum hefur fallið um 30 prósent á síðastliðnu ári. Talið er að uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum, sem sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári, hafi orðið til þess að ákveðið var að leita að eftirmanni Cryan. Bankinn tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira