Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna í Airbnb var hátt í fjórfalt meiri en á heilsárshótelum í fyrra. Vísir/Vilhelm Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira