Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallarinnar.
Pálína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan haustið 2017 eða í um níu mánuði. Tók hún við starfinu af Arnari Hallsyni. Hún starfaði hjá verkfræðistofunni Mannviti frá árinu 2000.
Breytingar urðu einmitt hjá Mannviti á dögunum þegar Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri hætti störfum eftir aðeins fimm mánuði í starfi.
Leit að eftirmanni Pálínu hjá Eik mun hefjast innan tíðar en hún mun áfram sinna verkefnum sviðsins og aðstoða við að koma nýjum einstaklingi í starfið.
