Segja Facebook stunda persónunjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35
Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05