Af fiskum og mönnum Benedikt Bóas skrifar 24. maí 2018 07:00 Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er fyndið að fylgjast með umræðum um laxeldi. Stangveiðimenn eru alveg brjálaðir sækja hart fram en laxeldismenn verjast af stakri snilld og hrekja hvert orð sem laxveiðimenn láta út úr sér. Laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Það er oft talað um að karlmenn eigi bágt með að tjá tilfinningar sínar en ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því fyrsti laxinn var settur í kví er að laxveiðimenn eru tilfinningaverur. Þeir finna til vegna hins íslenska laxastofns. Slíkt ber að virða. Ég heyrði í einum góðum manni sem hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta. Hefur áhuga á að hnýta flugur og gista í veiðihúsum. En honum finnst sushi gott. Sérstaklega í Færeyjum. Þar er yfirburða sushi svo því sé haldið til haga. Eldislaxinn þar er stórkostlegur. Hann benti mér á eina ansi góða staðreynd. Arnarlax má selja sitt til Whole Foods í Ameríku. Það eru aðeins örfá eldi í heiminum sem fá þann stimpil. Það eru mjög góð meðmæli. Ég skoðaði aðeins hvað það þýðir að hafa þennan stimpil á sér en það eru ótrúlega strangar kröfur sem Whole Foods setur upp. Það má ekki nota nein sýklalyf, ekki nota lúsaböð, kvíarnar mega ekki innihalda kopar eða önnur spillandi efni, það er bannað að hafa meira en 20 kíló af fiski á hvern rúmmetra – í kvíum Arnarlax eru 16 kíló á rúmmetrann – og fóðrið verður að vera vottað og fleira og fleira. Ég ætla því að vera stoltur af laxeldi á Íslandi. Við eigum jú að vera stolt af okkar afurðum. Og ég ætla að taka afstöðu með vísindamönnum en ekki tilfinningaverum. Því ef tilfinningar ráða för en ekki staðreyndir þá getur maður ekki annað sagt en Guð hjálpi okkur. Og hann er sannarlega til.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar