Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. maí 2018 21:15 Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira