AT&T og Time Warner fá að sameinast Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 07:22 Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum. Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post. Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina. Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær. Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum. Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post. Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina. Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær.
Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59
Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49