Leikrit um fall Lehman Brothers í leikstjórn Sam Mendes frumsýnt í Lundúnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2018 13:45 Lehman Brothers var einn stærsti fjárfestingarbanki í heimi þegar hann riðaði til falls hinn 15. september 2008 sama dag og þessi mynd var tekin af höfuðstöðvum bankans í New York. Vísir/EPA Hinn 15. september næstkomandi verða tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans sem markaði hið raunverulega upphaf alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Í næstu viku verður leikritið The Lehman Trilogy í leikstjórn óskarsverðlaunahafans Sam Mendes frumsýnt á sviði í London’s National Theatre. Þegar Lehman Brothers bankinn féll 15. september 2008 hafði það smitáhrif á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og bankar úti um allan heim lentu í lausafjárvandræðum. Í raun hefur þessum eina atburði verið lýst þannig að hjarta kapítalismans hafi hætt að slá um stund. Margir fjárfestingarbankar og tryggingarfélög riðuðu til falls í kjölfarið eða þurftu á neyðarlánum að halda til að lifa af. Höfundur The Lehman Trilogy er ítalski leikritahöfundurinn Stefano Massini. Alþjóðlega fjármálakreppan er heill menningarbálkur fyrir sig sem spannar bækur, greinar, kvikmyndir og heimildarmyndir þar sem fjallað er með einum eða öðrum hætti um endalok hins sögufræga fjárfestingarbanka Lehman Brothers. Síðustu dagar bankans eru meðal annars til umfjöllunar í kvikmyndinni The Big Short sem byggð er á samnefndri bók Michael Lewis. Þá kemur þetta við sögu í heimildarmyndinni Inside Job eftir Charles Ferguson, kvikmyndinni Margin Call og þáttaseríunni Too Big To Fail sem HBO framleiddi eftir samnefndri bók Andrew Ross Sorkin sem er blaðamaður hjá New York Times. Fram kemur í umfjöllun Financial Times um The Lehman Trilogy að verkið þurfti að segja söguna með nýrri nálgun til að virka ekki eins og endurtekið efni. Blaðið hefur eftir Ben Power, sem skrifaði enska útgáfu verksins og kom að listrænni stjórnun og uppsetningu þess, að það hafi tekist því verkið kafi miklu dýpra en að segja bara frá aðdragandanum að gjaldþroti fjárfestingarbankans.Breski óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes leikstýrir The Lehman Trilogy um fall Lehman Brothers.Vísir/EPASagan öll í þremur hlutum Dramatískt leikverk Stefano Massini spannar tímabil allt aftur til ársins 1844 þegar Henry Lehman opnaði litla efnavöruverslun í Alabama. Á þremur tímum er síðan sagan af Lehman Brothers og þremur kynslóðum í bankanum sögð í þremur þáttum verksins. Þróun Lehman Brothers úr bómull í lánastarfsemi og þaðan í bankastarfsemi er krufin til mergjar í verkinu. Í millitíðinni eru lagðar járnbrautir þvert yfir Bandaríkin, hlutabréfamarkaðir fæðast með opnun fyrstu kauphallanna og kvikmyndaiðnaðurinn verður til. Fyrirtækið veðrast og lifir af meiriháttar atburði og mótbárur eins og borgarastríðið á 19. öld og kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar en fellur síðan í stærsta gjaldþroti mannkynssögunnar í september 2008. Leikverkið segir þessa miklu sögu á grunni spurningarinnar: Hvernig komumst við hingað? Frásagnarstíllinn er sagður óvenjulegur en verkinu er lýst sem stórbrotnu ljóði með endurtekningum og mynstri. Fyrst og fremst sé þetta þó fjölskyldusaga og klassískur þríleikur um sköpun, sameiningu, vöxt og ósigur. Verkið fjallar um feður og syni, ást, fjölskyldudeilur og alla þá atburði sem eru venjulega þungamiðjan í dramatískum skáldverkum, allt frá Grikkjum til forna til kvikmyndanna um Guðföðurinn. Það er ekki einsdæmi að fjármála- og bankastarfsemi veiti leikskáldum innblástur. Rithöfundar og leikskáld eins og Ben Jonson, Henrik Ibsen og Arthur Miller hafa allir fjallað um þær mannfórnir og þann kostnað sem hefur fylgt fjármálastarfsemi og það gerði William Shakespeare einnig í Kaupmanninum í Feneyjum. The Lehman Trilogy verður frumsýnt hinn 4. júlí í National Theatre og hafa verið skipulagðar sýningar fram til 20. október næstkomandi. Umfjöllun FT. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hinn 15. september næstkomandi verða tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans sem markaði hið raunverulega upphaf alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Í næstu viku verður leikritið The Lehman Trilogy í leikstjórn óskarsverðlaunahafans Sam Mendes frumsýnt á sviði í London’s National Theatre. Þegar Lehman Brothers bankinn féll 15. september 2008 hafði það smitáhrif á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og bankar úti um allan heim lentu í lausafjárvandræðum. Í raun hefur þessum eina atburði verið lýst þannig að hjarta kapítalismans hafi hætt að slá um stund. Margir fjárfestingarbankar og tryggingarfélög riðuðu til falls í kjölfarið eða þurftu á neyðarlánum að halda til að lifa af. Höfundur The Lehman Trilogy er ítalski leikritahöfundurinn Stefano Massini. Alþjóðlega fjármálakreppan er heill menningarbálkur fyrir sig sem spannar bækur, greinar, kvikmyndir og heimildarmyndir þar sem fjallað er með einum eða öðrum hætti um endalok hins sögufræga fjárfestingarbanka Lehman Brothers. Síðustu dagar bankans eru meðal annars til umfjöllunar í kvikmyndinni The Big Short sem byggð er á samnefndri bók Michael Lewis. Þá kemur þetta við sögu í heimildarmyndinni Inside Job eftir Charles Ferguson, kvikmyndinni Margin Call og þáttaseríunni Too Big To Fail sem HBO framleiddi eftir samnefndri bók Andrew Ross Sorkin sem er blaðamaður hjá New York Times. Fram kemur í umfjöllun Financial Times um The Lehman Trilogy að verkið þurfti að segja söguna með nýrri nálgun til að virka ekki eins og endurtekið efni. Blaðið hefur eftir Ben Power, sem skrifaði enska útgáfu verksins og kom að listrænni stjórnun og uppsetningu þess, að það hafi tekist því verkið kafi miklu dýpra en að segja bara frá aðdragandanum að gjaldþroti fjárfestingarbankans.Breski óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes leikstýrir The Lehman Trilogy um fall Lehman Brothers.Vísir/EPASagan öll í þremur hlutum Dramatískt leikverk Stefano Massini spannar tímabil allt aftur til ársins 1844 þegar Henry Lehman opnaði litla efnavöruverslun í Alabama. Á þremur tímum er síðan sagan af Lehman Brothers og þremur kynslóðum í bankanum sögð í þremur þáttum verksins. Þróun Lehman Brothers úr bómull í lánastarfsemi og þaðan í bankastarfsemi er krufin til mergjar í verkinu. Í millitíðinni eru lagðar járnbrautir þvert yfir Bandaríkin, hlutabréfamarkaðir fæðast með opnun fyrstu kauphallanna og kvikmyndaiðnaðurinn verður til. Fyrirtækið veðrast og lifir af meiriháttar atburði og mótbárur eins og borgarastríðið á 19. öld og kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar en fellur síðan í stærsta gjaldþroti mannkynssögunnar í september 2008. Leikverkið segir þessa miklu sögu á grunni spurningarinnar: Hvernig komumst við hingað? Frásagnarstíllinn er sagður óvenjulegur en verkinu er lýst sem stórbrotnu ljóði með endurtekningum og mynstri. Fyrst og fremst sé þetta þó fjölskyldusaga og klassískur þríleikur um sköpun, sameiningu, vöxt og ósigur. Verkið fjallar um feður og syni, ást, fjölskyldudeilur og alla þá atburði sem eru venjulega þungamiðjan í dramatískum skáldverkum, allt frá Grikkjum til forna til kvikmyndanna um Guðföðurinn. Það er ekki einsdæmi að fjármála- og bankastarfsemi veiti leikskáldum innblástur. Rithöfundar og leikskáld eins og Ben Jonson, Henrik Ibsen og Arthur Miller hafa allir fjallað um þær mannfórnir og þann kostnað sem hefur fylgt fjármálastarfsemi og það gerði William Shakespeare einnig í Kaupmanninum í Feneyjum. The Lehman Trilogy verður frumsýnt hinn 4. júlí í National Theatre og hafa verið skipulagðar sýningar fram til 20. október næstkomandi. Umfjöllun FT.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira