WHO hvetur til minni greiðsluþátttöku sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30