Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Mennirnir eiga að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að hagnast á bréfum í Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00
Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00