Röng ákvörðun Hörður Ægisson skrifar 22. júní 2018 10:00 Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun