Asos hættir að selja vörur úr ákveðnum dýraafurðum árið 2019 Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 18:34 Asos er ein vinsælasta netverslun í heimi og hefur vakið mikla lukku á meðal Íslendinga. Vísir/Getty Breska netverslunin Asos hefur gefið það út að hún muni hætta að selja vörur úr kasmírull, angóraull, fjöðrum og silki frá og með janúar 2019. Einnig mun fyrirtækið taka vörur sem gerðar eru úr dúni, tönnum og dýrabeinum úr sölu. Netverslunin segist taka þetta skref með dýraverndunarsjónarmið í huga, en þau segja það vera óásættanlegt að dýr þjáist fyrir tísku- og snyrtivöruiðnaðinn. Dýraverndunarsamtökin Peta hafa fagna þessum tíðindum og segja neytendur vera hægt og rólega að ýta tískuheiminum í rétta átt með því að gera kröfur um fallegan fatnað sem er ekki á kostnað dýravelferðar. Asos hefur einnig sagst ætla styðja rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við regluverk um velferð dýra við fataframleiðslu. Þau vilja sjá auknar kröfur á framleiðendur. Með þessu fylgir Asos í fótspórt fatarisa á borð við Zara, H&M og Topshop sem lofuðu í síðasta mánuði að hætta framleiðslu á vörum úr angóraull. Þetta er sagt vera sprottið upp frá yngri neytendum sem láta velferð dýra sig varða. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska netverslunin Asos hefur gefið það út að hún muni hætta að selja vörur úr kasmírull, angóraull, fjöðrum og silki frá og með janúar 2019. Einnig mun fyrirtækið taka vörur sem gerðar eru úr dúni, tönnum og dýrabeinum úr sölu. Netverslunin segist taka þetta skref með dýraverndunarsjónarmið í huga, en þau segja það vera óásættanlegt að dýr þjáist fyrir tísku- og snyrtivöruiðnaðinn. Dýraverndunarsamtökin Peta hafa fagna þessum tíðindum og segja neytendur vera hægt og rólega að ýta tískuheiminum í rétta átt með því að gera kröfur um fallegan fatnað sem er ekki á kostnað dýravelferðar. Asos hefur einnig sagst ætla styðja rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við regluverk um velferð dýra við fataframleiðslu. Þau vilja sjá auknar kröfur á framleiðendur. Með þessu fylgir Asos í fótspórt fatarisa á borð við Zara, H&M og Topshop sem lofuðu í síðasta mánuði að hætta framleiðslu á vörum úr angóraull. Þetta er sagt vera sprottið upp frá yngri neytendum sem láta velferð dýra sig varða.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira